Gjaldskrá


Gjaldskrá fyrir sjúkraþjálfun fer eftir gildandi gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands hverju sinni.

Gert er ráð fyrir að viðskiptavinir greiði fyrir þjónustu við hverja komu.

Við hverja komu er undirskrift viðkomandi nauðsynleg til að hægt sé að innheimta greiðslur frá Sjúkratryggingum Íslands.

Nauðsynlegt er að afboða tíma í sjúkraþjálfun með a.m.k sólarhrings fyrirvara annars þarf að greiða forfallagjald. Ef einstaklingur er veikur þarf að afboða tímann fyrir kl 9 að morgni veikindadags.

Börn undir 18 ára þurfa ekki að greiða neitt í sjúkraþjálfun frá fyrsta tíma ef þau eru með beiðni frá lækni.
Þeir sem eru eldri en 18 ára geta komið í sjúkraþjálfun án beiðni frá lækni í 6 skipti.

Eftir sjötta skipti þarf beiðni frá lækni til að sjúkratryggingar taki þátt í að greiða niður kostnað en einnig er hægt að halda áfram án beiðni og borga fullt gjald.
Mörg stéttarfélög endurgreriða að hluta eða að fullu hlut einstaklings. Kynntu þér rétt þinn hjá þínu stéttarfélagi