Sjúkraþjálfun


Sjúkraþjálfun er byggð á eðlilegri starfsemi líkamans og frávikum sem kunna að valda verkjum og skertri færni. Sjúkraþjálfarar fást við greiningu og meðferð fólks með ýmis einkenni sem geta stafað af sjúkdómum, slysum eða röngu álagi. Nákvæm greining sjúkraþjálfara er forsenda markvissrar meðferðar.
Forvörn og heilsuefling er einnig mikilvægur þáttur í starfi sjúkraþjálfara.

Sjúkraþjálfarar starfa innan heilbrigðiskerfisins og greiðir Tryggingastofnun Ríkisins hluta kostnaðar. Mörg stéttarfélög taka einnig þátt í kostnaði. Meðferð er veitt í samráði við lækni en hægt er samt að koma í 6 skipti án þess að vera með beiðni.