Sjúkraþjálfun barna


Áhersla hefur verið lögð á að foreldrar barna sem þurfi á sjúkraþjálfun að halda geti sótt þjónustuna innan bæjarfélagsins.

Barnasjúkraþjálfarar sérhæfa sig í að skoða hreyfifærni og hreyfiþroska barna, að greina frávik og ákveða meðferð ef þörf er á. Dæmi um börn sem leita til sjúkraþjálfara eru börn með; CP (cerebral palsy), vöðvasjúkdóma, ýmsa meðfædda galla (heilkenni), hryggrauf og þroskaraskanir.

Barnasjúkraþjálfarar sinna einnig börnum sem hafa orðið fyrir slysum, börnum með liðagigt, börnum með verki í baki eða herðum og börnum með mjaðmavandamál eða hryggskekkju. Einnig börnum með lungnasjúkdóma eða aðra langvinna sjúkdóma og börnum sem eru að ná sér eftir langvarandi veikindi