Skráning í hópinn
Vatnsleikfimin hefur verið í gangi sl. 5 ár í litlu innilauginni í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði.
Í tímunum eru ávallt kennarar með BS gráðu í Sjúkraþjálfun sem kenna.
Hópurinn hentar fólki með viðkvæmt stoðkerfi, þeim sem þurfa uppbyggingu í formri almennrar þjálfunar eftir slys/veikindi eða aðgerðir, fólki í yfirþyngd, gigtarsjúklingum og ýmsum öðrum einstaklingum.
Mikilvægt er að fólk sé sjálfbjarga að komast í og úr sundlauginni en kennari er á bakkanum allan tímann ef eitthvað kemur uppá.