Við erum stolt af okkar fólki

Hjá Sjúkraþjálfaranum starfa í dag 17 sjúkraþjálfarar sem veita u.þ.b. 2700 skjólstæðingum á ári hverju meðferð á endurhæfingarstöðinni og/eða í heimahúsum.
Einnig starfa 5 - 6 starfsmenn við afgreiðslu, aðstoð og þrif.
Sumir sjúkraþjálfara Sjúkraþjálfarans hafa sótt sér framhaldsmenntun á hinum ýmsu sviðum en einnig hefur hópurinn verið duglegur að sækja námskeið til að viðhalda og bæta þekkingu sína

Alma Guðjónsdóttir

Sjúkraþjálfari


Menntun og starfsreynsla:
BSc gráða í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 1996.

Vann á Landspítalanum í Kópavogi frá 1996 –1999, hef unnið hjá Sjúkraþjálfaranum ehf síðan 1999. Hef einnig verið með hópleikfimi hjá Gigtarfélagi Íslands veturinn ´97-´98 og hjarta og lungnahópþjálun hjá Sjúkraþjálfarnum ehf síðan ´00.

Áhugasvið:
Almenn sjúkraþjálfun, grindargliðnun og barnasjúkraþjálfun .
Hafðu samband

Arna Friðriksdóttir

Sjúkraþjálfari


Menntun og starfsreynsla:
Útskrifaðist frá Syddansk Universitet 2002 með BSc gráðu í sjúkraþjálfun.
Hefur lokið ýmsum námskeiðum tengdum stoðkerfis- og íþróttasjúkraþjálfun.
Starfaði áður m.a. á Atlas endurhæfingu og Sjúkraþjálfun Kópavogs auk þess að hafa starfað sem hreyfistjóri hjá Heilugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Áhugasvið:
Almenn stoðkerfissjúkraþjálfun, mjóbaks- og mjaðmagrindarverkir (þ.m.t. stoðkerfisvandamál á og eftir meðgöngu), íþróttasjúkraþjálfun. .
Hafðu samband

Brynja Sif Brynjarsdóttir

Móttaka


Hefur starfað við móttöku og aðstoð hjá Sjúkraþjálfaranum frá 2018. Allt í öllu í Bæjarhrauninu !
Hafðu samband

Elfa Sif Sigurðardóttir

Sjúkraþjálfari


Menntun og starfsreynsla:
Bsc gráða í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 2006.
Lauk námskeiði í nálastungum 2007

Vann á Sjúkraþjálfun Suðurnesja frá 2006 - 2013, ásamt því að starfa með íþróttafélögum.
Hóf störf á Sjúkraþjálfaranum ehf 2013.

Áhugasvið:
Almenn sjúkraþjálfun, nálastungur.
Hafðu samband

Guðrún Tryggvadóttir

Móttaka


Hefur starfað við móttöku og aðstoð hjá Sjúkraþjálfaranum frá 2009 og er hreint út sagt ómissandi í daglegri starfsemi stofunnar !
Hafðu samband

Gunnar Viktorsson

Sjúkraþjálfari


Menntun og starfsreynsla:
B.Sc. próf frá Háskóla Íslands 1988.
Lauk námi í nálastungumeðferð viðurkenndu af Landlæknisembættinu vorið 2001. .

Starfaði sem sjúkraþjálfari á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 1988-89, hjá Sjúkraþjálfaranum ehf. frá 1989. Vann einnig við afleysingar á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Hefur starfað við stundakennslu við Háskóla Ísland. Sjúkraþjálfari meistaraflokks karla knattspyrnudeildar FH frá 1990 til 2007.

Áhugasvið:
Almenn sjúkraþjálfun, meðferð slitgigtar í hnjám og mjöðmum, nálastungumeðferð. .
Hafðu samband

Haraldur Sæmundsson

Sjúkraþjálfari


Menntun og starfsreynsla:
Bsc gráða í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 1995. .
Lauk námi í Manual Therapy frá University of St. Augustine í Flórída 2006

Starfað hjá Sjúkraþjálfaranum ehf. frá útskrift. Auk þess starfað með íþróttafélögum og við afleysingar á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.

Áhugasvið:
Almenn sjúkraþjálfun, manual therapy.
Hafðu samband

Helgi Þór Arason

Sjúkraþjálfari


Menntun og starfsreynsla:
Útskrifaðist frá Háskóla Íslands 2014 með B.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun.
Einkaþjálfari frá NSCA í Bandaríkjunum.
Sótti námskeið hjá Peter Sullivan um mjóbaksverki.

Hóf störf hjá Sjúkraþjálfaranum í Hafnafirði árið 2014.
Sjúkraþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Grindavík frá 2013.
Sjúkraþjálfari meistaraflokks karla í handbolta hjá Fram frá 2013.
Sjúkraþjálfari meistaraflokks karla í körfubolta hjá ÍR frá 2012.
Sjálfstætt starfandi einkaþjálfari 2009 - 2014.

Áhugasvið:
Hryggur og neðri útlimir.
Íþróttasjúkraþjálfun (álagsmeiðsli barna og unglinga sérstakt áhugamál)
Endurhæfing eftir aðgerðir.
Hafðu samband

Hildur Guðbergsdóttir

Afgreiðsla


Hin eina sanna Hildur er allt múligtmanneskjan okkar ! Þú sérð hana sennilega skælbrosandi í afgreiðslunni en á sama tíma er hún með 10 járn í eldinum á öðrum stöðum. Mundi ég eftir að nefna að hún gerir líka besta kaffið í húsinu.
Hafðu samband

Hulda Soffía Hermannsdóttir

Sjúkraþjálfari


Menntun og starfsreynsla:
Útskrifaðist frá Háskóla Íslands 1992 með BSc gráðu í sjúkraþjálfun.
Lauk námi í nálastungum sem er viðurkennt af Landlæknisembættinu, vorið 2002.
Hefur lokið Manual Therapy námi frá háskólanum í St.Augustin í Flórida.
Starfaði á Grensásdeild Borgaspítalans frá 1993-1994.
Starfaði á endurhæfingardeild gigtarsviðs Telemark Sentralsykehus í Noregi frá 1995-1999, ásamt því að kenna sundleikfimi og hópleikfimi fyrir gigtarsjúklinga.
Vinnur nú í Sjúkraþjálfaranum ehf, frá 1999.
Hefur einnig verið virk í verknámskennslu sjúkraþjálfunarnema, og leiðbeinir í hjarta- og lungnaendurhæfingarhópum innan stöðvarinnar.

Áhugasvið:
Almenn sjúkraþjálfun, manual therapy, nálastungur.
Hafðu samband

Jóhanna Tryggvadóttir

Móttaka


Hefur starfað við móttöku og aðstoð hjá Sjúkraþjálfaranum frá 2017! Ekki hægt að vera í vondu skapi í kringum Jóhönnu!
Hafðu samband

Jón Þór Brandsson

Sérfræðingur í sjúkraþjálfun (sérsvið. bæklunarsjúkraþjálfun)


Menntun og starfsreynsla:
Lauk B.Sc námi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 1988 og M.Sc námi í stoðkerfissjúkraþjálfun frá Queen Margaret University í Edinborg 2002.
Jón Þór hóf störf í Sjúkraþjálfaranum 1988 og starfaði þar samfellt til 1997. Hluti af starfinu fór fram á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.
Árin 1997-2003 starfaði hann á Astley Ainslie, endurhæfingarsjúkrahúsi í Edinborg. Jón Þór vann þar mest við bæklunarendurhæfingu en einnig við hjarta-og taugaendurhæfingu.
Frá heimkomu árið 2003 hefur Jón Þór unnið í Sjúkraþjálfaranum og þá einkum fengist við einkenni frá stoðkerfi , einnig hefur hann starfað fyrir íþróttahreyfinguna. Jón Þór sinnir jafnframt stundakennslu við Háskóla Íslands og er virkur í verkmenntakennslu sjúkraþjálfunarnema.
Hann sækir reglulega fræðslufundi og ráðstefnur og er félagi bæði í íslensku og bresku sjúkraþjálfarasamtökunum.
Jón Þór fékk sérfræðiviðurkenningu í stoðkerfissjúkraþjálfun frá Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytinu árið 2003

Áhugasvið:
Almenn sjúkraþjálfun, manual therapy, nálastungur.
Hafðu samband

Margrét Ágústa Þorvalsdóttir

Sjúkraþjálfari


Menntun og starfsreynsla:
Útskrifaðist frá íþróttafræðasetri Kennaraháskóla Íslands 2002 með B.Sc. gráðu í íþróttafræðum.
Útskrifaðist frá Háskóla Íslands 2007 með B.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun.
Starfað hjá Sjúkraþjálfaranum ehf síðan 2008.
Starfað við sumarafleysingar á Grensásdeild Landspítalans og kennt hópleikfimi og sundleikfimi hjá Gigtarfélagi Íslands.
Stjórnaði íþróttaskóla fyrir börn hjá Víkingi ´02-´03.

Áhugasvið:
Barnasjúkraþjálfun
Hafðu samband

Saga Jónsdóttir

Sjúkraþjálfari


Menntun og starfsreynsla:
Útskrifaðist frá íþróttafræðasetri Kennaraháskóla Íslands 2002 með B.Sc. gráðu í íþróttafræðum.
Bsc gráða í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 2006.
Vann hjá Sjúkraþjálfaranum ehf. frá 2007 - 2008
Vann hjá Bata sjúkraþjálfun 2010-2011
Var með bakleikfimi í vatni hjá Breiðu bökunum ehf. 2010-2011
Hóf störf hjá Sjúkraþjálfaranum ehf. 2018.

Áhugasvið:
Almenn sjúkraþjálfun
Hafðu samband

Sigurvin Ingi Árnason

Sjúkraþjálfari


Menntun og starfsreynsla:
BSc gráða í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 2013.
Lauk námskeiðinu Greining á stöðu- og hreyfitruflunum í hálsi,brjósthrygg og mjóhrygg árið 2013.
Starfað hjá Sjúkraþjálfaranum ehf. frá útskrift.

Áhugasvið:
Almenn sjúkraþjálfun Íþróttasjúkraþjálfun Öldrunarsjúkraþjálfun
Hafðu samband

Sveinbjörn Sigurðsson

Sjúkraþjálfari


Menntun og starfsreynsla:
Útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá REHAB Zentrum Berlin 1989.
Lauk námi í nálastungumeðferð viðurkenndu af Landlæknisembættinu 2003.
Vann á Nordland Sentralsykehus í Noregi 1989-1990. Grensásdeild 1990-91.
Sjúkaraþjálfarinn ehf frá 1992 til 2001 og hlutastarf á St. Jósefsspítala.
Sjúkraþjálfun Húsavíkur frá 2001-2007 og hlutastarf í Sjúkraþjálfun Þórshöfn, Raufarhöfn, Mývatn og Laugar 2001-2004.
Unnið við hjartaendurhæfingu, göngudeild offeitra og Starfsendurhæfingu Norðurlands frá 2003-2007.
Sjúkraþjálfari íþróttafélaga í Noregi, Hafnarfirði og Húsavík frá útskrift einnig starfað fyrir Handknattleiksamband Islands undanfarin ár.
Starfað hjá Sjúkraþjálfaranum ehf frá 2007.

Áhugasvið:
Almenn sjúkraþjálfun, nálastungur.
Hafðu samband

Tinna Björk Kristinsdóttir

Sjúkraþjálfari


Menntun og starfsreynsla:
Útskrifaðist árið 2013 með B.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun frá University college Lillebælt í Danmörku.
Hefur sótt námskeið í kinesiotape og nálastungumeðferð.

Starfað hjá Sjúkraþjálfaranum frá útskrift.


Áhugasvið:
Almenn sjúkraþjálfun.
Hafðu samband

Tómas Gunnar Tómasson

Sjúkraþjálfari


Menntun og starfsreynsla:
Útskrifaðist frá Háskóla Íslands 2016 með B.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun. Lokaverkefnið í náminu var að þýða spurningalista um heilahristing hjá íþróttafólki yfir á íslensku.
Hóf störf hjá Sjúkraþjálfaranum árið 2016.
Hefur starfað fyrir unglingalandslið KKÍ 2016-2017.
Hefur starfað fyrir meistaraflokka íþróttaliða í handbolta, körfubolta og fótbolta.
Sótti námskeið um notkun á Dynamic Tape, 2017.
Sótti námskeið í Functional Range Release® fyrir efri líkama, 2018.
Sótti námskeið í Kinetic Control Level 1 Movement, Alignment & Coordination, 2018.

Áhugasvið:
Sérstakur áhugi á axlargrind, handlegg og hrygg, stoðkerfisverkir, íþróttasjúkraþjálfun (bæði akút og álagsmeiðsli), endurhæfing eftir heilahristing.
Hafðu samband

Valgerður Jóhannsdóttir

Sjúkraþjálfari


Menntun og starfsreynsla:
Útskrifaðist frá Háskóla Íslands 2013 með B.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun.

Sjúkraþjálfari hjá Gáska sjúkraþjálfun 2013 - 2014.
Hjá Sjúkraþjálfaranum í Hafnarfirði frá 2014.
Sjúkraþjálfari meistaraflokks kvenna í handbolta hjá Stjörnunni.
Knattspyrnuþjálfari hjá Þrótti Reykjavík í ýmsum yngri flokkum 2004 - 20014.

Áhugasvið:
Barnasjúkraþjálfun.
Hafðu samband

Valgerður Jónsdóttir

Móttaka


Hefur starfað við móttöku og aðstoð hjá Sjúkraþjálfaranum frá 2001 og er algjörlega ómissandi í daglegri starfsemi stofunnar!
Hafðu samband

Þjóðbjörg Guðjónsdóttir

Sérfræðingur í sjúkraþjálfun (sérsvið. barnasjúkraþjálfun)


Menntun og starfsreynsla:
Útskrifaðist frá Háskóla Íslands 1983 með B.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun.
Lauk M.Sc. námi í hreyfivísindum og barnasjúkraþjálfun frá The University of North Carolina at Chapel Hill, í Bandaríkjunum 1998.

Starfaði hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra 1983-84, við athugunardeildina í Kjarvalshúsi 1984-1986, hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins 1986-1995, í Sjúkraþjálfaranum í Hafnarfirði 1985-1995 og frá 1997.
Stundakennari við Þroskaþjálfaskóla Íslands 1984, Fósturskóla Íslands 1993-1995, Kennaraháskóla Íslands frá 1998 -2008 og við Háskóla Íslands 1985-1995 og frá 1998-2001.
Var fastráðin lektor við Námsbraut í sjúkraþjálfun Háskóla Íslands í 50% stöðu frá 2001 og í 75% stöðu frá 2007. Hefur einnig unnið við nýsköpun á hjálpartæki „Gönguhermi“ fyrir hreyfihömluð börn undanfarin ár.
Hef verið virk hjá Félagi sjúkraþjálfara og starfað í mörgum nefndum á vegum þess.
Fékk sérfræðiviðurkenningu í barnasjúkraþjálfun frá Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytinu árið 2003
Er mjög virk í símenntun og farið á ótal námskeið og ráðstefnur um börn með fatlanir í gegnum árin.
Hefur auk þess haldið erindi og námskeið fyrir sjúkraþjálfara og fleiri.

Áhugasvið:
Sérfræðingur í barnasjúkraþjálfun
Hafðu samband

Þórhildur Knútsdóttir

Sjúkraþjálfari


Menntun og starfsreynsla:
Útskrifaðist frá Háskóla Íslands 2005 með BSc gráðu í sjúkraþjálfun.
Lauk námskeiði í nálastungum sem er viðurkennt af landlæknisembættinu, vorið 2006.

Starfað á Sjúkraþjálfaranum ehf. frá 2005.
Starfaði um tíma einnig á St. Jósefsspítala.

Áhugasvið:
Almenn sjúkraþjálfun, jafnvægisþjálfun, nálastungur og hópþjálfun fyrir fólk með hjarta og lungnasjúkdóma.
Hafðu samband

Þórunn Arnarsdóttir

Sjúkraþjálfari


Menntun og starfsreynsla:
Útskrifaðist frá Háskóla Íslands 2008 með BSc gráðu í sjúkraþjálfun.

Starfað hjá Sjúkraþjálfaranum frá útskrift
Sjúkraþjálfari hjá FH í knattspyrnu (M.fl. kvk) 2008-2009.
Sjúkraþjálfari hjá FH í handknattleik (M.fl kvk) 2008-2012.
Sjúkraþjálfari hjá FH í handknattleik (M.fl kk) frá 2012.

Áhugasvið:
Verkir frá hálsi, baki og mjaðmargrind.
Íþróttasjúkraþjálfun s.s. hnéverkir.
Sjúkraþjálfun á meðgöngu.
Hafðu samband