HÓPAR

Hóparnir okkar

Við starfrækjum nokkra öfluga hópa sem hafa mismunandi áherslur í endurhæfingu. Hér má sjá nánari upplýsingar um hvern og einn en einnig má hafa samband við afgreiðsluna okkar í síma 555-4449 ef frekari upplýsinga er óskað.
.

hjarta

Hjarta og lungnaþjálfun

Hópþjálfun fyrir fólk með hjarta- og lungnasjúkdóma, og / eða áhættuþætti þessara sjúkdóma. Lögð er áhersla á rétt æfingarálag og fylgst er með hjartsláttartíðni(púls), blóðþrýstingi og súrefnismettun þátttakenda.

Hóparnir sinna:
Endurhæfingu eftir hjarta- og lungnaaðgerðir. Viðhaldsþjálfun fyrir hjarta- og lungnasjúklinga. Þjálfun fyrir fólk með nýgreind hjarta- eða lungnavandamál
 • Strandgötu 75
 • Kl: 12:10 - 13:00

heilsuhop

Heilsuþjálfun 67+

Það er sjaldan mikilvægara að líkamlegri þjálfun en á efri árum. Þessi hópur hefur verið starfræktur undir leiðsögn Helga Þórs og Sigurvins Inga sjúkraþjálfara sl. 5 ár.

Létt þrekþjálfun, styrkjandi æfingar með áherslu á lykilvöðva og hreyfingar og teygjur í lok hvers tíma.

Hámark 10-12 manns í hverjum hóp.
 • Bæjarhraun 2
 • Kl: 12:10 - 13:00

balance

Jafnvægisþjálfun

Jafnvægisþjálfun undir eftirliti sjúkraþjálfara með reynslu á þessu sviði.
Áhersla er lögð á að styrkja vöðva sem mikilvægir eru jafnvægi, auk þess sem jafnvægisæfingar sem efla stöðuskyn í fótum, virkni innra eyra og fleiri þátta jafnvægis eru þjálfaðir.
 • Bæjarhraun 2
 • Kl: .

baksk

Bakhópur

Bakhópur:
Fyrir fólk með bakvandamál, þar sem áhersla er lögð á:
- styrktar og stöðugleikaþjálfun fyrir bak, kvið og mjaðmargrindarvöðva.
- rétta líkamsstöðu og að bæta líkamsbeitingu og líkamsvitund þáttakenda
- viðhalda og bæta liðleika
- vöðvateygjur
- gera þátttakendur smám saman örugga í að framkvæma æfingarnar sjálfir og geta yfirfært tækni og líkamsbeitingu úr þessari þjálfun yfir í ýmisskonar þálfun og heilsurækt.

Það eru alltaf 2 sjúkraþjálfarar sem kenna þessa tíma, þannig að hægt sé að leiðbeina og leiðrétta hverjum þátttakenda eins og kostur er.
 • Strandgötu 75
 • Kl: .

slit

Slitgigtarskólinn

Sérhæft námskeið fyrir einstaklinga sem glíma við slitgigt í hné og mjöðm.

Í upphafi er farið vel yfir fræðslu og leiðbeiningar um sjálfshjálp. Í kjölfarið er svo unnið 2x í viku í sértækum æfingum undir leiðsögn þjálfara.:
Mælingar eru í upphafi og lok námskeiðs.
 • Bæjarhraun 2
 • Kl: .

sudurbaej

Vatnsleikfimi

Þjálfun í vatni fyrir fjölbreyttan hóp skjólstæðinga. Þjálfun í vatni minnkar álag á liðina og hentar vel fyrir marga af þeim sökum.

Tímarnir fara fram í innilauginni í Suðurbæjarlaug 2x í viku:
 • Suðurbæjarlaug
 • Kl: 15:10 - 16:00
NÝ GJALDSKRÁ