FAGLEG OG ÖRUGG SJÚKRAÞJÁLFUN Í 36 ÁR


Hjá okkur starfa 19 sjúkraþjálfarar með mikla reynslu á fjölbreyttum sviðum. Endurhæfing eftir aðgerðir, barnasjúkraþjálfun, þjónusta við íþróttafólk, jafnvægis- og styrktarþjálfun eldri borgara og allt þar á milli.

Við erum stolt af okkar fólki sem leggur sig fram við að veita bestu sjúkraþjálfun sem völ er á. Fyrirtækið hefur verið starfrækt frá árinu 1984 í Hafnarfirði. Hér má sjá dæmi um þá þjónustu sem við sérhæfum okkur í.

ALMENN SJÚKRAÞJÁLFUN ENDURHÆFING EFTIR AÐGERÐ ÍÞRÓTTAMEIÐSLI BARNASJÚKRAÞJÁLFUN ÞJÁLFUN ELDRI BORGARA HJARTA- & LUNGNAÞJÁLFUN

Afboða tíma

Afboða þarf tíma með sólahrings fyrirvara. Ef um veikindi er að ræða þarf að afboða fyrir kl. 9 samdægurs. Ef ekki er tilkynnt um forföll áskilur Sjúkraþjálfarinn sér rétt til að innheimta 4.000 kr fyrir tímann.

Smelltu hér til að afboða





Nýtt af Facebook


Error validating access token: The session has been invalidated because the user changed their password or Facebook has changed the session for security reasons.

Opnunartími

  • Strandgata 758 - 17
  • Bæjarhraun 28 - 16
 

OKKAR ÞJÓNUSTA


Hér má sjá brot af þeirri þjónustu sem við bjóðum uppá. Auk almennrar sjúkraþjálfunar bjóðum við uppá ýmislegt annað, hægt er að skoða nánari upplýsingar með því að smella á reitina .



SJÚKRAÞJÁLFUN

Við sinnum allri almennri sjúkraþjálfun. Hjá okkur eru þjálfarar með reynslu og menntun á sviði bæklunar, íþrótta, barna, öldrunar, stoðkerfis og taugasjúkraþjálfunar.



HÓPATÍMAR

Hjarta og lungnahópar. Heilsuþjálfun 67+. Jafnvægishópur. Vatnsleikfimi.
Hægt er að lesa nánari upplýsingar og tímasetningar hópa undir "Hópar".



HEILSURÆKT

Hægt er að kaupa mánaðarkort eða klippikort í Heilsurækt Sjúkraþjálfarans. Hjá okkur er 2 rúmgóðir og vel útbúnir tækjasalir á Strandgötu 75 og Bæjarhrauni 2.



NÁMSKEIÐ

Við leitumst við að bjóða reglulega uppá námskeið um slitgigt auk fleiri námskeiða og fræðsluviðburða.
Sérstök fræðsla/námskeið eða fyrirspurnir um fræðslu á vinnustað. Hafðu samband.


NÝ GJALDSKRÁ