Vafrakökur
Tilgangur
Vefkökustefna þessi er sett í þeim tilgangi að tryggja að unnið sé með persónuupplýsingar í samræmi við gildandi löggjöf um persónuvernd. Henni er ætlað að stuðla að áreiðanleika gagna, gæðum vinnslu og vernd upplýsinga um einstaklinga. Megintilgangur með vinnslu persónuupplýsinga hjá félaginu er að veita einstaklingum þjónustu á sviði heilbrigðismála.
Umfang og ábyrgð
Ábyrgðaraðili er Sjúkraþjálfarinn ehf., kt. 510191-1539, Strandgötu 75, 220 Hafnarfjörður. Stefnan nær til allra starfsmanna félagsins.
Hvað eru persónuupplýsingar?
Persónuupplýsingar eru upplýsingar sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings. Með því er m.a. átt við nöfn, kennitölur, heimilisföng, staðsetningargögn, netföng, símanúmer, netauðkenni s.s. IP tölur, upplýsingar um bankareikninga, auðkenni vegabréfa eða annarra persónuskilríkja, myndir, myndskeið og notendanöfn.
Með vinnslu persónuupplýsinga er átt við aðgerð eða röð aðgerða þar sem unnið er með persónugreinanlegar upplýsingar hvort sem það er handvirkt eða rafrænt.
Persónuupplýsingar sem félagið vinnur með
Á vefnum sjukrathjalfarinn.is vinnur félagið fyrst og fremst með persónuupplýsingar sem viðskiptavinur gefur sjálfur upp s.s. nafn, netfang og skilaboð þegar hann sendir skilaboð af vefnum. Auk þess safnar vefurinn ópersónugreinanlegum gögnum í gegnum Google Analytics.
Notkun á vafrakökum
Þegar þú notar vefinn verða til upplýsingar um heimsóknina. Félagið miðlar upplýsingunum ekki áfram til þriðja aðila. Við notum vafrakökur (e. cookies) til að halda utan um heimsóknir og til að geyma stillingar notenda, svo sem tungumálastillingar.
Vilji notendur vefsins ekki að vafrakökur séu vistaðar er einfalt að breyta stillingum vafrans svo hann hafni þeim.
Google Analytics er notað til vefmælinga á vefnum. Google Analytics safnar upplýsingum við hverja heimsókn á vefinn, til dæmis um dagsetningu og tíma heimsóknar, hvernig notandinn kemur inn á vefinn, hvaða vafra og hvernig tæki hann notar. Einnig er kannað hvort notast er við leitarorð. Þessi gögn gefa okkur innsýn í hvernig við getum aðlagað og endurbætt vefinn út frá þörfum notenda.
VAFRAKÖKUR SEM ERU VISTAÐAR OG LÍFTÍMI ÞEIRRA
GDPR COOKIE CONSENT
Sjukrathjalfarinn.is notar WordPress viðbótina GDPR Cookie Consent til að upplýsa notendur vefsins um vafrakökunotkun og gera þeim kleift að stýra hvernig henni er háttað.
- cookielawinfo-checkbox-non-necessary – Notað til að halda utan um stillingar notenda á vafrakökustillingum (rennur út eftir 1 ár)
- cookielawinfo-checkbox-necessary – Notað til að halda utan um stillingar notenda á vafrakökustillingum (rennur út eftir 1 ár)
Réttindi hins skráða
Einstaklingur á rétt á að fara fram á að fá aðgang að persónuupplýsingum sínum, þó með þeim takmörkunum sem lög nr. 90/2018 gera ráð fyrir. Félagið leggur áherslu á að persónuupplýsingar séu áreiðanlegar og réttar hverju sinni. Einstaklingur á þann rétt, við ákveðnar aðstæður, að láta leiðrétta upplýsingarnar, eyða þeim eða takmarka vinnslu þeirra.
Viðskiptavinir hafa rétt til að andmæla vinnslu, flytja eigin gögn og draga samþykki sitt til vinnslu til baka.
SSL skilríki
Sjukrathjalfarinn.is notast við SSL skilríki þannig að öll samskipti sem send eru milli notanda og vefs eru dulkóðuð sem eykur öryggi flutnings gagna. Tilgangur SSL skilríkjanna er að hindra að utanaðkomandi aðilar komist yfir viðkvæm gögn líkt og lykilorð eða persónupplýsingar.