GJALDSKRÁ/SKILMÁLAR
Sjúkraþjálfarar hjá Sjúkraþjálfaranum starfa á samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ).
Greiðsluþátttaka einstaklinga fer eftir gildandi reglugerð heilbrigðisráðuneytisins og gjaldskrá SÍ, hverju sinni.
Greiðsluþátttökukerfið byggist á því að einstaklingar greiða upp að ákveðinni hámarksupphæð í mánuði fyrir alla heilbrigðisþjónustu sem fellur undir sama afsláttarstofn (s.s. sjúkra-, iðjuþjálfun, komugjöld á heilsugæslu, sjúkrahúsum og hjá sérgreinalæknum ásamt ýmsum gjöldum vegna rannsókna). Hafi einstaklingur greitt hámarksupphæðina þá greiðir hann einungis 1/6 af þeirri upphæð í næsta mánuði á eftir.
Ef einstaklingur nýtir ekki heilbrigðisþjónustu næstu mánuði þá hækkar mánaðargjaldið um 1/6 af hámarksupphæðinni, mánaðarlega þar til hámarksupphæð er aftur náð.
Heimilt er að koma í sex skipti í sjúkraþjálfun án þess að hafa tilvísun. Eftir sex skipti þarf að koma með tilvísun frá lækni eða sjúkraþjálfara á heilsugæslu eða sjúkrahúsi ef SÍ á að taka þátt í kostnaði meðferðar. Undirskrift viðkomandi er nauðsynleg til að staðfesta hverja komu vegna greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands.
Vinsamlegast greiðið fyrir hvern meðferðartíma sé greiðsluþátttaka einstaklings til staðar, nema um annað sé samið við viðkomandi sjúkraþjálfara.
Ef ekki er hægt að nýta bókaðan tíma skal afboða tímann eigi síðar en daginn áður eða fyrir kl. 9.00 sama dag ef um veikindi er að ræða. Ef tilkynning berst ekki eða of seint er innheimt forfallagjald (4.000 kr.) sem er án greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands.
Stofnuð er krafa á heimabanka viðkomandi (með viðbættu 300 kr. tilkynningar-/kröfugjaldi) 15. næsta mánaðar ef eftir stendur skuld frá fyrri mánuði.
Við hvetjum viðskiptavini okkar til að kanna rétt sinn hvort sjúkrasjóðir stéttarfélags endurgreiði útlagðan kostnaði vegna sjúkraþjálfunar. Jafntfram að kanna rétt þinn hjá viðeigandi tryggingafélagi ef um bótaskylt slys er að ræða.
Sjá nánari upplýsingar um greiðsluþáttöku á vef Sjúkratrygginga Íslands.
