Vefkökustefna

Vafrakökur

Til­gangur

Vefkökustefna þessi er sett í þeim til­gangi að tryggja að unnið sé með per­sónu­upp­lýs­ingar í sam­ræmi við gild­andi lög­gjöf um per­sónu­vernd. Henni er ætlað að stuðla að áreiðan­leika gagna, gæðum vinnslu og vernd upp­lýs­inga um einstaklinga. Meg­in­til­gangur með vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga hjá félaginu er að veita ein­stak­lingum þjón­ustu á sviði heilbrigðismála.

 

Um­fang og ábyrgð

Ábyrgðaraðili er Sjúkraþjálfarinn ehf., kt. 510191-1539, Strandgötu 75, 220 Hafnarfjörður. Stefnan nær til allra starfsmanna félagsins.

 

Hvað eru per­sónu­upp­lýs­ingar?

Per­sónu­upp­lýs­ingar eru upp­lýs­ingar sem beint eða óbeint má rekja til til­tek­ins ein­stak­lings. Með því er m.a. átt við nöfn, kenni­tölur, heim­il­is­föng, staðsetn­ing­ar­gögn, net­föng, síma­númer, netauðkenni s.s. IP tölur, upp­lýs­ingar um banka­reikn­inga, auðkenni vega­bréfa eða annarra per­sónu­skil­ríkja, myndir, mynd­skeið og not­enda­nöfn.

Með vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga er átt við aðgerð eða röð aðgerða þar sem unnið er með per­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ingar hvort sem það er hand­virkt eða ra­f­rænt.

 

Per­sónu­upp­lýs­ingar sem félagið vinnur með

Á vefnum sjukrathjalfarinn.is vinnur félagið fyrst og fremst með per­sónu­upp­lýs­ingar sem viðskipta­vinur gefur sjálfur upp s.s. nafn, netfang og skilaboð þegar hann sendir skilaboð af vefnum. Auk þess safnar vefurinn ópersónugreinanlegum gögnum í gegnum Google Analytics.

 

Notkun á vafra­kökum

Þegar þú notar vefinn verða til upp­lýs­ingar um heim­sókn­ina. Félagið miðlar upp­lýs­ing­unum ekki áfram til þriðja aðila. Við notum vafrakökur (e. cookies) til að halda utan um heim­sóknir og til að geyma still­ingar not­enda, svo sem tungumálastill­ingar.

Vilji not­endur vefs­ins ekki að vafra­kökur séu vistaðar er ein­falt að breyta still­ingum vafrans svo hann hafni þeim.

Google Analytics er notað til vef­mæl­inga á vefnum. Google Analytics safn­ar upp­lýs­ingum við hverja heim­sókn á vef­inn, til dæmis um dag­setn­ingu og tíma heim­sóknar, hvernig not­and­inn kemur inn á vef­inn, hvaða vafra og hvernig tæki hann notar. Einnig er kannað hvort not­ast er við leit­arorð. Þessi gögn gefa okkur inn­sýn í hvernig við getum aðlagað og endurbætt vef­inn út frá þörfum not­enda.

 

VAFRAKÖKUR SEM ERU VISTAÐAR OG LÍFTÍMI ÞEIRRA

GDPR COOKIE CONSENT

Sjukrathjalfarinn.is notar WordPress viðbótina GDPR Cookie Consent til að upplýsa notendur vefsins um vafrakökunotkun og gera þeim kleift að stýra hvernig henni er háttað.

  • cookielawinfo-checkbox-non-necessary – Notað til að halda utan um stillingar notenda á vafrakökustillingum (rennur út eftir 1 ár)
  • cookielawinfo-checkbox-necessary – Notað til að halda utan um stillingar notenda á vafrakökustillingum (rennur út eftir 1 ár)

 

Rétt­indi hins skráða

Ein­stak­lingur á rétt á að fara fram á að fá aðgang að per­sónu­upp­lýs­ingum sínum, þó með þeim tak­mörk­unum sem lög nr. 90/2018 gera ráð fyrir. Félagið leggur áherslu á að persónuupp­lýs­ingar séu áreiðan­legar og réttar hverju sinni. Ein­stak­lingur á þann rétt, við ákveðnar aðstæður, að láta leiðrétta upp­lýs­ing­arnar, eyða þeim eða tak­marka vinnslu þeirra.

Viðskipta­vinir hafa rétt til að and­mæla vinnslu, flytja eigin gögn og draga samþykki sitt til vinnslu til baka.

 

SSL skil­ríki

Sjukrathjalfarinn.is not­ast við SSL skil­ríki þannig að öll sam­skipti sem send eru milli not­anda og vefs eru dulkóðuð sem eykur ör­yggi flutnings gagna. Til­gangur SSL skil­ríkj­anna er að hindra að ut­anaðkom­andi aðilar kom­ist yfir viðkvæm gögn líkt og lyk­ilorð eða per­sónupp­lýs­ingar.

NÝ GJALDSKRÁ